Fara í efni

Heilsustefna Myllunnar

29.10.2018

Myllan leggur metnað sinn í að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum

Það gerum við með því að:

• auka markvisst úrval og fjölbreytni í trefjaríkum vörum
• leggja áherslu á að ávallt sé haft í huga að nota trefjar í vörur sem þróaðar eru og markaðssettar fyrir börn
• lágmarka magn mettaðra fitusýra í bökunarvörur okkar með því að velja ávallt matraolíu í stað hertrar feiti þegar því verður við komið
• leita leiða til þess að lækka hlutfall mettaðra fitusýra í kökum
• nota ekki transfitusýruríkar afurðir í framleiðsluvörur okkar
• vinna markvisst að því að minnka saltinnihald brauða
• takmarka notkun á sykri eftir því sem mögulegt er hverju sinni
• að tryggja að hollusta og gæði haldist ávallt í hendur
• fylgjast grannt með neysluþróun og nýta niðurstöður kannana til vöruþróunar og sóknarfæra
• fylgjast grannt með þróun erlendis, niðurstöðum rannsókna og nýjungum frá birgjum á sviði heilsu og næringar
• leggja áherslu á fræðslu og góðar upplýsingar til neytenda um framleiðsluvörur, t.a.m. með upplýsingaveitu um heimasíðu
• taka þátt í samstarfsverkefnum sem snúa að þróun heilsusamlegra brauðvara og bættrar lýðheilsu.